"Moritzhof" búgarðurinn fyrir börn

Síðan "Moritzhof" búgarðurinn fyrir börn og unglinga var opnaður árið 1999, hefur hann fest sig í sessi sem mikilvægur þáttur í ungmennastarfi í Prenzlauer Berg hverfinu í Berlín. Á hverjum degi tekur búgarðurinn á móti 30 til 60 stelpum og strákum á aldrinum 6 til 16 ára. Börnin geta farið á hestbak, tekið til hendinni við garðyrkjustörf, fylgst með dýrunum eða einfaldlega leikið sér. Þar að auki eru í gangi margvísleg verkefni þar sem þau geta látið sköpunargáfu sína njóta sín um leið og þau læra að fara með ýmis efni og verkfæri. (Búgarðurinn býr yfir aðstöðu fyrir keramíkvinnu, til að vinna úr ull og filti auk smíðaverkstæðis) Á hverjum degi er boðið upp á heita máltíð. Búgarðurinn stendur á u.þ.b. 1.500 fermetra lóð og hér eru hestar, geitur, kindur, svín, hænur, endur, gæsir, kanínur, páfuglar, köttur og hundur. Hér vinna 4 kennaramenntaðir starfsmenn, tveir í heilsdagsstarfi og tveir í hálfdagsstarfi. Pankow hverfið í Berlín stendur straum af starfsmannakostnaði og hluta af rekstrarkostnaði búgarðsins. Heimsókn á búgarðinn er ókeypis, að undanskildum sértilboðum svo sem dagsferðum, gistingu o.fl. Opnunartími virka daga er frá kl. 13:00 til 16:00 (á sumrin til 8:30)
og á laugardögum er opið frá kl. 13:00 til 18:00. Á morgnana stendur aðstaða búgarðsins til boða fyrir hópa skólabarna jafnt sem leikskólabarna.


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Wir nehmen Datenschutz ernst!
Unsere Seiten nutzen in der Grundeinstellung nur technisch-notwendige Cookies. Inhalte Dritter (YouTube und Google Maps) sowie ein Statistik-Cookie binden wir erst nach Zustimmung ein.
Cookie-Einstellungen | Impressum & Datenschutz

 

 

 

OK

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Matomo